Taktu þátt í sniðgöngu fyrir Palestínu

Sniðganga er friðsöm aðgerð sem getur haft mikil áhrif þegar samstaða næst

Sniðganga

Fyrirtæki

Sniðganga

Hvernig virkar sniðganga?

Samstaða skiptir mestu í sniðgönguaðgerðum. Til þess að hafa áhrif þurfa sem flest að taka þátt.

Einbeittar aðgerðir

Árangur næst ef valin eru nokkur fyrirtæki frekar en að reyna að ná utan um öll félög sem hafa einhverja tengingu við Ísrael.

Samstaða um aðgerðir

Með samstöðu er hægt að tryggja að aðgerðirnar hafi hámarks árangur.

Hirðir.is

Vefur sem heldur utan um skráningar á fyrirtækjum sem nota Rapyd

Fólk hefur skrifað hundruð tölvupósta á fyrirtæki og bent þeim á skrif forstjóra Rapyd og viðbrögðin hafa svo sannarlega ekki staðið á sér
Hirðir.is

0+

Fyrirtæki verið skráð á vefinn

0%

Fyrirtæki hafa brugðist við

Hárhirðir.is

Vefur þar sem hægt er að sjá og skrá fyrirtæki sem selja Moroccanoil


Hárhirðir.is

Spurt og svarað

Algengar spurningar um sniðgöngu

Hvað er sniðganga?

Sniðganga (e.boycott) er friðsamleg aðferð sem miðar að því að tjá siðferðislega og pólitíska vanþóknun á viðvarandi aðgerðum einstaklinga, stofnana og/eða ríkja sem skaða aðra. Sniðganga felur í sér að draga til baka stuðning, siðferðislegan og/eða efnislegan, við þær persónur og stofnanir sem eru að skaða aðra, svo lengi sem viðkomandi reynir að viðhalda núverandi ástandi. Þessi aðferð er yfirleitt notuð þegar aðrar leiðir hafa verið fullreyndar. Sniðganga er ólík viðskiptaþvingunum (e. sanctions) að því leiti að þær aðgerðir eru yfirleitt framvæmdar af ríkistjórnunum gagnvart öðrum ríkistjórnum. Sniðganga er einnig ólík fjárlosun (e. divestment) þar sem fjárlosun á sér stað á meðal fyrirtækja og/eða stofnana sem hafa ítök í efnahag landsins sem verið er að beina spjótum sínum að.

Ákallið um sniðgöngu fyrir Palestínu

Þann 9. júlí 2005, ári eftir að Alþjóðlegi glæpadómstólinn ályktaði að bygging Ísraela á aðskilnaðarmúr á landi Palestínu væri ólögleg framkvæmd, kom fram ákall frá fjölmörgum hreyfingum í Palestínu þar sem skorað var á félaga þeirra og einstaklinga um allan heim að hefja víðtæka sniðgöngu á Ísrael. Fyrirmynd ákallsins voru þær aðferðir sem beitt var gegn Suður-Afríku á tímum aðskilnaðarstefnunnar þar í landi.

Yfir 170 palestínskar stjórnmálahreyfingar, samtök, verkalýðsfélög og aðrar hreyfingar voru að baki ákallinu um alþjóðlega sniðgöngu á Ísrael. Undirskriftir þessara forsvarsaðila tákna hina breiðu fylkingu Palestínufólks sem stendur að ákallinu.

Ákallið felur í sér að sniðganga ísraelska framleiðslu, hvatningu um að hætta fjárfestingum og draga þær til baka auk kröfu um þvinganir og refsiaðgerðir gegn Ísraelsríki, þar til réttindi Palestínufólks verða virt að fullu í samræmi við alþjóðalög.

Ákallið leggur áherslu á að þvinga Ísrael til að fara að alþjóðalögum og:

• stöðva hernámið og nýlendustefnu á öllu arabísku landi og fjarlægja ólöglega aðskilnaðarmúrinn;

• viðurkenna grundvallarréttindi þeirra palestínsku borgara sem búa í Ísrael og veita þeim full réttindi á við aðra borgara; og

• virða, vernda og stuðla að réttindum palestínskra flóttamanna til að snúa aftur til sinna heimkynna og til sinna eigna, eins og samþykkt Sameinuðu þjóðanna nr. 194 gerir ráð fyrir.

BDS hreyfingin

Hin alþjóðlega sniðgönguhreyging fyrir Palestínu gengur undir nafninu BDS (boycott, divestment & sanctions) og er leidd af fólkinu í Palestínu.

Hreyfingin skorar á þjóðir, fyrirtæki, stofnanir, samtök og einstaklinga um heim allan að sniðganga Ísrael þar til stjórnvöld þar í landi fylgja alþjóðalögum og virða mannréttindi palestínsku þjóðarinnar að fullu.

Milljónir einstaklinga, samtaka og hreyfinga um allan heim styðja hreyfinguna.

BDS er inngildandi, and-rasísk mannréttindahreyfing sem hafnar öllum birtingarmyndum mismununar, þeirra á meðal íslamófóbíu og gyðingahatri.

Undir hvaða kringumstæðum ætti að nota sniðgöngu?

Sniðganga er ekki algengt pólitískt verkfæri heldur er um að ræða taktísa aðferð sem nota á undir sérstökum kringumstæðum.

Almennt er talið að sniðganga virki einungis við ákveðnar aðstæður:

• ríki eða fyrirtæki sem verið er að sniðganga þarf að vera viðkvæmt efnahagslega eða menningarlega gagnvart þvingunum eða sniðgöngu. Ríki getur verið viðkvæmt vegna tengsla sinna við þá aðila sem að halda uppi sniðgöngunni, t.d. vegna viðskiptalegra eða diplómatískra hagsmuna,

• samfélagið sem verið er að sniðganga verður að vera nokkuð opið til þess að almenningur geti haft áhrif á leiðtoga sína. Þannig er sniðganga einræðisríkis yfirleitt gagnslaus, þar sem einstaklingar hafa enga möguleika á að hafa áhrif á leiðtoga sína,

• aðilunum sem verið er að sniðganga má ekki standa á sama um álit þeirra sem sniðganga þau. Þetta á sérstaklega við um Ísrael, eins og átti við Suður-Afríku, þar sem Ísraelar hafa mikla þörf fyrir viðurkenningu vestrænna þjóða,

• sniðgöngustefnan verður að hafa skýr markmið sem þjóðin sem verið er að sniðganga skilur. Hér er verið að krefja þjóðir um að framfylgja ákveðnum markmiðum eins og að framfylgja alþjóðlegum lögum og að virða mannréttindi, hætta hernámi eða herkví, láta af aðskilnaðarstefnu og hafa raunverulegan áhuga á friði og sáttum.

• sniðgöngustefna er eitthvað sem þarf að íhuga vel og nota sparlega. Framkvæmd stefnunnar ætti í raun eingöngu að eiga sér stað þegar allar aðrar aðferðir til að hafa áhrif á hegðun þjóðarinnar hafa ekki virkað sem skyldi. Það á vel við Ísrael.

Af hverju að sniðganga Ísrael?

Ísrael sker sig úr frá öðrum þjóðum á eftirfarandi hátt sem réttlætir sniðgöngu og þvinganir:

• Ísrael fær mestu peningaaðstoð og vopn frá Bandaríkjunum allra ríkja. Ísraelsríki notar bandarísk vopn og peningaaðstoð til að fremja stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyninu. Ekki einungis notar það ólögleg vopn eins og hvítan fosfór og klasasprengjur gegn almennum borgurum, heldur herjar ísrael daglega á íbúa herteknu svæðanna í Palestínu. Þar fremja þeir stríðsglæpi, meðal annars með því að notast við hóprefsingar og kerfisbundnar pyntingar. Sjálft hernámið er einnig brot á samþykktum Sameinuðu þjóðanna.

• Ísrael hefur brotið fleiri samþykktir Sameinuðu þjóðanna en nokkuð annað ríki í heiminum. Neitunarvald Bandaríkjanna í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna hefur ítrekað komið í veg fyrir að Ísrael sæti ábyrgð fyrir glæpi sína.

• Í Ísrael fer fram kerfisbundin og stofnanavædd kynþáttamismunun. Ísrael framkvæmir þjóðernishreinsanir sem það kallar „íbúaflutning“ og framfylgir einnig stefnum sem falla undir alþjóðlega skilgreiningu á aðskilnaraðstefnu (e. Apartheid) til að sölsa undir sig meira land.

• Síonismi er stjórnmálastefna sem byggir fyrst og fremst á kynþátta- og þjóðernishyggju þar sem kynþáttur gyðinga er upphafinn vegna meints hreinleika og yfirburða kynþáttarins. Af hagnýtum ástæðum er gyðingaætt (e. Jewishness) talinn vera afmarkaður kynþáttur í Ísrael.

Samkvæmt grunnlögum í Ísrael er hægt að skilgreina þegna þess á tvo vegu: Þá sem hafa ríkisborgarararétt (h. Ezrahut) og þá sem eru af ísraelsku þjóðerni (h. Le‘om). Ríkisborgararéttinn geta gyðingar fengið en einnig fólk af öðrum kynþáttum. Aðeins þeir sem eru af gyðingaættum geta talist vera af ísraelsku þjóðerni. Ísraelska þjóðernið tryggir einstaklingi réttindi umfram þá sem hafa það ekki, líkt og palestínufólk, í gegnum lagasamþykktir og á fleiri vegu.

• Gagnrýni á Ísrael og opnar umræður um stefnu Ísraels eru oft þaggaðar niður. Þeir sem tjá sig opinberlega um gjörðir Ísraels eru oft gagnrýndir og ómálefnaleg rök eru notuð gegn þeim þar sem þeim er tileinkaður and-semítískur hugsunarháttur sem á ekkert skylt við þau rök sem notuð eru gegn stefnu Ísraels.

• Í meira en 75 ár hafa diplómatískar lausnir ekki sýnt árangur.

• Því palestínska þjóðin hefur óskað eftir alþjóðlegum stuðningi við þá aðferð sem þau hafa kosið að beita gegn kúgara sínum!

Skilar sniðganga venjulegs fólks á heilli þjóð einhverju? Hefur hún virkilega áhrif?

Fjölmargir þeirra sem börðust gegn aðskilnaðarstefnunni í Suður-Afríku, þar á meðal Desmond Tutu og Nelson Mandela, hafa lýst því yfir að alþjóðlega sniðgönguherferðin gegn aðskilnaðarstjórninni hafði mikil áhrif. Sniðgangan hjálpaði til við að kollvarpa kerfinu í Suður-Afríku með friðsömum hætti í gegnum samningaviðræður, í stað þess að beita þyrfti ofbeldi.

Ákjósanlegt væri að sniðganga gæti bundið enda á allan utanaðkomandi stuðning við það land sem verið er að sniðganga en þótt að aðgerðirnar nái ekki því markmiði þá skila þær samt áþreifanlegum árángri. Allar fjárfestingar og allur útflutningur hefur áhrif á hagkerfi hvers lands fyrir sig, sama hversu miklar fjárhæðir er um að ræða.

Jafnframt hefur sú opinbera tjáning sem sniðgangan er bein áhrif á íbúa þess ríkis sem sniðgengið er. Sniðganga grefur undan sameiningaranda íbúanna og vilja þeirra til að styðja stefnur sem leiða til einangrunar og alþjóðlegrar vanþóknunar. Þrátt fyrir að í upphafi geti svar við sniðgöngunni verið mótmæli og ögrun af hálfu þeirra íbúa sem verða fyrir aðgerðunum byrja þeir brátt að finna fyrir áhrifum hennar. Þá verður sá gróði og þau forréttindi sem þau hafa hingað til notið vegna aðskilnaðarstefnu og misréttis ekki þess virði, samanborið við neikvæð áhrif sniðgöngunnar.

Er ekki sniðganga gegn Ísrael mismunum og jafnvel and-semitísk?

Sniðganga er alltaf val og getur eingöngu verið áhrifarík í ákveðnum aðstæðum, sem eiga við Ísrael að nánast, ef ekki öllu leyti. Oft eru sett fram þau rök að sniðganga sé and-semitísk en það er alls ekki rétt. Að stuðla að aðskilnaði,  standa á bak við hernám, þjóðernishreinsun, byggingu ólöglegra landnemabyggða og að víkka út stolið landsvæði er ekki byggt á gyðingdóm heldur frekar pólitískri hugsjón síonisma og hugmyndinni um “Stór-Ísrael” (Eretz Israel). Þessar hugmyndir eiga ekki rétt á sér samkvæmt alþjóðalögum, né í flestum hugmyndum um gyðingdóm eða menningu gyðinga. Síonismi er pólitísk hreyfing sem er alls ekki studd af öllum gyðingum í heiminum og það er Ísrael ekki heldur. Raunverulegur and-semitismi er sú tilraun Ísraela að reyna að tileinka öllum gyðingum hugmyndafræði sem margir þeirra telja alls ekki í anda þeirra félagshyggju og samhyggðar sem Gyðingdómur boðar.

Er ekki sniðganga mjög einhliða? Af hverju fordæmið þið ekki jafnt ofbeldi gegn Ísraelum, og fordæmið og jafnvel sniðgangið Hamas?

Sniðganga byggir skilyrðislaust á friðsamlegum aðgerðum. BDS Ísland er svar við ákalli frá meira en 170 hreyfingum Palestínufólks. Allt eru það hópar sem sækjast eftir friðsamlegri lausn á hernáminu og að fullveldi Palestínu verði viðurkennt.

Á sama tíma og við höfnum öllu ofbeldi í okkar baráttu þá afneitum við þeirri hugmynd að hægt sé að bera saman hið yfirgripsmikla og ríkisskipulagða hernaðarofbeldi sem Ísraelar beita daglega í Palestínu, og hafa gert í meira en 75 ár, við svör Palestínufólks við því.

Mun ekki sniðganga á Ísrael einangra og draga mátt úr þeim einstaklingum og hópum innan Ísrael sem hvetja til friðar og samningaviðræðna við Palestínu? Ættum við ekki frekar að veita þeim stuðning?

Þeir Ísraelar sem virkilega eru á móti hernáminu eru líklegir til að styðja sniðgönguhreyfinguna og fjöldi Ísraela gera það nú þegar. Það er þó einungis lítill fjöldi Ísraela sem hefur sýnt að þeir séu á móti hernáminu, þjóðernishreinsunum og ítrekuðum árásum á palestínsk yfirráðasvæði. Á þeim áratugum sem alþjóðasamfélagið hefur veigrað sér við beita þrýsting á Ísrael hefur varanleg lausn aðeins orðið fjarlægari, palestínskt land heldur áfram að minnka, landræningjabyggðir hafa stækkað og staðan í Palestínu almennt versnað til muna. Við tökum tillit til kröfu og þarfa Palestínufólks í baráttu þeirra fyrir frelsi og réttlæti. Umræðan ætti ekki að vera á forsendum Ísraela þar sem þeir eru í órétti samkvæmt alþjóðalögum og samþykktum. Ísraelar, og allir þeir sem styðja baráttu Palestínufólks, geta ekki ætlast til þess að geta stýrt því hvernig Palestínufólk hagar sinni eigin frelsisbaráttu og baráttu gegn nýlendustefnu og kúgun Ísraela.

Kemur BDS ekki bara í veg fyrir friðarþróun í stað þess að hvetja til samskipta og samninga?

Í meira en 75 ár hafa diplómatískar lausnir ekki skilað árangri. Ástæðuna fyrir því má rekja til þess skilyrðislausa stuðnings sem Ísrael fær frá Vesturlöndunum og alþjóðastofnunum. Marting Luther King Jr. sagði einu sinni “Freedom is never voluntarily given by the oppressor; it must be demanded by the oppressed,” en forréttindi eru einmitt aðeins gefin eftir þegar þau byrja að kosta eitthvað. BDS hreyfingin ógnar þessu óbreytta ástandi mun meira en diplómatískar aðferðir hafa gert, með því að draga úr gróða á hernáminu og aðskilnaðarstefnunni. Reynslan af sniðgöngu í Suður-Afríku hefur sýnt okkur að í stað þess að koma í veg fyrir breytingar þá hefur þrýstingur frá sniðgönguhreyfingum orðið til þess að pólitískir leiðtogar komi að samningarborðinu til að ræða hvernig best sé að enda kúgunina sem á sér stað, fylgja alþjóðalögum og virða mannréttindi, frekar en hvort eigi að gera það. Því má segja að hlutverk BDS sem verkfæri sé ekki að fyrirbyggja breytingar heldur öllu heldur að flýta fyrir þeim.

BDS er mótmælt af mörgum Ísraelum sem styðja baráttu gegn hernáminu. Með því að kalla eftir BDS erum við þá ekki að vinna gegn þeim og jafnvel fá þau á móti málstaðnum?

Þrátt fyrir að það sé mikilvægt upp að ákveðnum marki að taka til greina þær skoðanir sem ísraelskt stuðningsfólk hefur þá er það palestínska þjóðin sem hefur ákvörðunarvaldið um hvernig sé best að berjast fyrir þeirra eigin frelsi og réttindum. Það er ekki hlutverki alþjóðlegs eða ísraelsks stuðningsfólks að ákveða hvernig sé best fyrir Palestínufólk að berjast gegn hernámi, sérstaklega þar sem Palestínufólk hafa valið friðsamlegar aðferðir eins og BDS felur í sér. 

Margir Ísraelar eru á móti hernáminu og hafa mælt gegn því en því miður hefur hópurinn hingað til ekki verið nógu stór eða valdamikill til að ná fram áhrifaríkum breytingum á stefnu ísraelskra stjórnvalda. Svipaða sögu er hægt að segja af því þegar Bandaríkin réðust inn í Írak, en þá var stór hluti landsmanna mótfalinn því en fæstir aðhöfðust eða tjáðu á áhrifaríkan hátt andstöðu sína. Einstaklingar eru frekari tilbúnir að bregðast við ef þeim finnst þeir sjálfir verða fyrir áhrifum af aðgerðum. 

Við upphaf sniðgönguherferðarinnar í Suður-Afríku varð gríðarleg andstaða gegn henni í landinu en með tímanum og þegar sniðgangan fór að hafa áhrif þá fór landsmönnum að snúast hugur um hvort að hernám og aðskilnaður væru þess virði að viðhalda. Sama mun gerast í Ísrael.Stuðningur við BDS er að aukast hjá ísraelskum almenningi, þar á meðal fræðafólks, aðgerðarsinna, listafólksog fleira. Sem dæmi má nefna The Coalition of Women for Peace and Boycott (http://www.coalitionofwomen.org/).

Hernámið í Palestínu er öðruvísi en aðskilnaðarstefnan í Suður-Afríku. Þið eruð að nota lélega líkingu og þar af leiðandi vitlausa aðferð.

Að skilgreina Ísrael sem aðskilnaðarríki byggist ekki á samlíkingu þess við Suður-Afríku. Það sem skiptir máli er að stefna Ísrael fellur undir skilgreiningu Sameinuðu þjóðanna á aðskilnaðarstefnu. Á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um kynþáttaaðskilnað árið 1973 var ályktað að aðskilnaðarstefna væri kerfisbundin kúgun, aðskilnaður og mismunun í þeim tilgangi að viðhalda einum kynþætti ofar en öðrum. Kerfinu er viðhaldið með því að koma í veg fyrir mannréttindi, grundvallarréttindi og frelsi, þar með talið réttinn til að vinna, mennta sig, ferðast og að eiga þjóðerni. Slíku aðskilnaðarkerfni er viðhaldið með pyntingum og öðrum ómannúðlegum meðferðum, handahófskenndum handtökum og ólöglegum fangelsisvistum, ásamt öðrum aðferðum sem hannaðar eru til að aðskilja íbúa með því að hanna sérstök landsvæði og ghettó fyrir þá íbúa sem eru af hinum meinta óæðri kynþætti og að stela landi í eigu þeirra aðila.

Vissulega er munur á aðskilnaðarstefnunni í Ísrael og Suður-Afríku, en þrátt fyrir það þá eru líkindin mikil. Fyrrum forseti Bandaríkjanna, Jimmy Carter, hefur haldið því fram að aðgerðir Ísrael í Palestínu séu hrein og klár aðskilnaðarstefna. Sama hefur erkibiskupinn Desmond Tutu sagt ásamt öðrum meðlimum í Afríska þjóðarráðinu (ANC) þar sem þeir staðfesta þessar ásakanir og hafa jafnvel haldið því fram að ástandið sé verra í Palestínu á sumum sviðum en það var í Suður-Afríku á tímum aðskilnaðarstefnunnar. Þá hefur Amnesty International fjallað um aðskilnaðarstefnu Ísrael.

BDS er ein tegund af hóprefsingu (e. collective punishment). Ef þið teljið hóprefsingar ekki réttlætanlegar gegn Palestínu, af hverju er verið að hvetja til þess gegn Ísrael?

Efnhagslegur stuðningur, viðskipti og fjárfestingar eru ekki mannréttindi. Að ákveða að fjarlægja okkur frá glæpum Ísraelsríkis gegn Palestínu er langt frá því að vera sambærilegt því að neita fólki um grundvallarmannréttindi, líkt og ísraelsk stjórnvöld gera gagnvart palestínsku þjóðinni. Það að ákveða að sitja ekki aðgerðalaus hjá á meðan verið er að framkvæma þjóðarmorð, stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyni og hætta viðskiptum við ríki sem hagar sér með slíkum hætti er ekki með nokkru móti hægt að skilgreina sem refsingu. Í raun er þetta markviss leið til að enda hóprefsingar gegn Palestínufólki.

Á ákveðnum tímapunki verður að meta og vega forgangsmál. Um 80% af efnahag Ísraels hagnast á einhvern hátt á ólöglegum landræningjabyggðum á palestínsku landi. Við getum ekki hætt að fjármagna landræningabyggðir án þess að hafa áhrif á efnahaginn og íbúana í Ísrael. Með því að að fjármagna landræningjabyggðir erum við þátttakendur í kerfisbundnu ofbeldi gegn palestínsku þjóðinni. Grasrótarsniðganga hefur lengi verið þekkt og virt friðsöm aðferð til þess að berjast fyrir réttindum. Sem dæmi má nefna 1830 sniðgönguna gegn vörum sem framleiddar voru af þrælum, sniðgöngu US Civil Right Movement í Bandaríkjunum, sniðgöngu Indverja á breskum vörum, sem skipulögð var af Mahatma Gandhi og svo sniðgönguherferðina gegn Suður-Afríku.

Af hverju eru þið bara að sniðganga Ísrael? Fullt af löndum eru að brjóta mannréttindi. Af hverju eru þið ekki að sniðganga Sádí-Arabíu?

Ísrael hefur fengið meiri hernaðar,- fjárhags- og viðskiptastuðning frá Bandaríkjunum en nokkuð annað ríki í heiminum. Ísrael virðist einnig vera algörlega ónæmt gegn ályktunum Sameinuðu þjóðanna þar sem Bandaríkin hafa notað neitunarvald sitt gegn tugum ályktana öryggisráðsins um Ísrael og því komið í veg fyrir að hægt sé að draga Ísrael til ábyrgðar fyrir gjörðir sínar. Ísrael brýtur fleiri samþykktir Sameinuðu þjóðanna en öll önnur ríki sem aðild eiga að Sameinuðu þjóðunum, þar með talin Írak og Íran til samans. Öðrum löngum er reglulega refsað fyrir afbrot sín. Því er spurningin ekki hvort verið sé að herja eingöngu á Ísrael heldur frekar hvort ekki eigi að láta Ísrael hlúta sömu viðmiðum og reglum og önnur ríki. 

BDS er verkfæri en ekki trúarkenning. Við erum ekki að sniðganga bara til að sniðganga; við erum að sniðganga því við stöndum í þeirri trú að það muni hafa jákvæð áhrif fyrir palestínsku þjóðina. Við gerum það vegna þess að um er að ræða hugmyndafræði sem stendur undir sér siðferðislega og kallað var eftir sniðgöngunni af stórum hópi félagasamtaka í Palestínu.

Ef í gangi væri herferð til að sniðganga fyrirtæki annars staðar frá, sem einnig væru að framkvæma svívirðilega glæpi, þá ætti fólk með siðferðiskennd að fylgja því að málum, sérstaklega ef þau sem verða mest fyrir barðinu á glæpunum eru að óska eftir þess konar aðstoð. Það er ekki hræsni að sniðganga Ísrael, það er hræsni að reyna koma í veg fyrir það ítrekað að Ísrael verði sniðgengið. Að styðja BDS gegn Ísrael er partur af stærri skuldbindingu, að berjast fyrir réttlæti og frelsi og gegn rasisma, í samræmi við andstöðu gegn mannréttindabrotum út um allan heim t.d. í Búrma, Darfur, Kashmír, Tíbet og fleiri stöðum. 

Gyðingar bera sérstaka ábyrgð á því að skoða og bregðast við glæpum Ísraels en Ísrael heldur því fram að stefna þess sé í samræmi við vilja allra gyðinga. Það er reyndar nokkuð erfitt fyrir suma að gagnrýna Ísrael. Arabar, og múslimar, hafa ítrekað lent í því að ekki sé hlustað á raddir þeirra og þeir ekki taldir trúverðugir. Starfsfólk og kennarar í háskólum í Bandaríkjunum hafa misst starf sitt fyrir það að taka sterka afstöðu gegn aðskilnaðarstefnu Ísraels. Í ljósi þess má sjá hversu margir forðast að ræða málefnið af ótta við að fá and-semitískan stimpil á sig og vera refsað fyrir. BDS-hreyfingin hafnar því að Ísraelsríki geti notað stimpla eins og “and-semitískt!” að vild til að hafna málefnalegri umræðu og gagnrýni.

BDS mun skaða Palestínumenn, sem eru jafn viðkvæmir fyrir breytingum í ísraelsku efnahagslífi og sjálfir Ísraelar.

Sömu rök voru notuð gegn sniðgöngustefnunni í Suður-Afríku. Að lesa yfir þeim sem eru kúgaðir um hvað er best fyrir þá er lítillækkandi og í besta falli vanhugsað. Kúgað samfélag er fullfært um að taka ákvörðun sjálft um hversu miklu það er til í að fórna til þess að öðlast frelsi, réttlæti og jafnrétti. Suður-Afríkubúar héldu því margoft fram að það að missa starf sitt væri minniháttar fórn fyrir frelsið. Palestínumenn segja hið sama. 

Einn hluti skilgreiningar Sameinuðu þjóðanna á aðskilnaðarstefnu, sem ekki á við um Palestínu, er nauðungarvinna (e. forced labor). Ísrael hefur í staðinn viljandi viðhaldið atvinnuleysi Palestínufólks með því að koma í veg fyrir allar tilraunir til að byggja upp og viðhalda innviðum palestínska samfélagsins ásamt því að fyrirbyggja efnahagslega uppbyggingu. Að neyða Ísrael að breyta stefnu sinni mun án efa gagnast Palestínufólki til lengri tíma litið.

Þeir sem notast helst við þessi rök eru oft óforskammað stuðningsfólk Ísraelsríkis sem henda fram þessari staðhæfingu til að reyna að afvegaleiða umræðuna. Ef þeim er virkilega annt um velferð Palestínufólk ættu þeir að vera tilbúnir til þess að fordæma hernám og aðskilnaðarstefnu Ísraels. Hernámið og aðskilnaðarstefnan er án efa aðalorsök þjáninga Palestínufólks og því ætti baráttan að beinast að því að binda endi á þessar stefnur og ætti enginn að eiga í erfiðleikum með að fordæma þessi brot á alþjóðalögum.

BDS virkar aðeins ef það er útbreiddur stuðningur. Þurfum við ekki að fókusera fyrst á að upplýsa fólk áður en við hefjum BDS herferð?

Í raun er BDS ein áhrifaríkasta leiðin til þess að upplýsa fólk. Umtalið sem fylgir BDS herferðum dreifir mjög hratt þeim hugmyndum að Ísrael sé að gera eitthvað rangt. Að minnsta kosti hefur BDS þau áhrif að sá fræjum í huga fólks sem oft ber fyrir sig hlutleysi, og hvetur það til þess að taka afstöðu og fræðast meira um stöðuna. Í gegnum BDS hreyfinguna hefur þekking um kúgun Ísraelaá palestínsku þjóðinni dreifst miklu hraðar en undanfarna áratugi. Að opna umræðuna og hvetja til upplýsandi samtals er lykillinn í því að auka þekkingu almennings á málefninu.

Er sniðganga rétta leiðin? Þessi hreyfing hefur ekki sama kraft og stuðning og hreyfingin sem mótmælti aðskilnaðarstefnunni í Suður-Afríku.

Í upphafi sniðgöngunnar gegn aðskilnaðarstefnunni í Suður-Afríku þá mætti hreyfingin miklu mótlæti víða um heim. Afríska þjóðarráðið, flokkur Nelson Mandela, var tengdur við kommúnisma og hryðjuverkastarfsemi og því þótti mikil áhætta að styðja baráttu þeirra til að byrja með. Með svipuðum hætti hefur barátta fyrir réttindum almennra borgara í Palestínu oft verið ranglega túlkuð sem stuðningur við hryðjuverkastarfsemi.

Þrátt fyrir erfiða byrjun og mótlæti er sniðgönguhreyfingin engu að síður að vaxa hratt. Í samanburði við sniðgönguna gegn aðskilnaðarstefnunni í S-Afríku má ekki gleyma því að það tók um 20 ár að koma henni á skrið en frá því sniðgangan fyrir Palestínu hófst hefur mikið áunnist.

Þótt viðbúið sé að það verði alltafeinhver sem eru ekki tilbúin til þess að taka þátt í sniðgöngu á Ísrael þýðir það ekki að sniðgangan sé tilgangslaus. Einnig er viðbúið að sumar herferðir og barátta skili ekki áætluðum árangri. Hins vegar skilar öll baráttan í heild sinni árangri, ekki einungis hagfræðilegum árangri, heldur einnig í að fræða almenning um gjörðir Ísraels og af hverju Ísrael á skilið að vera sniðgengið.

Stóra spurning er alltaf hvort að sniðgangan skili raunverulegum árangri og við teljum það fullvíst þar sem að Ísrael er nú þegar byrjað að finna fyrir áhrifum sniðgöngunnar. Howard Kohr, framkvæmdastjóri American Israel Public Affairs Committee (AIPAC), hefur sjálfur sagt:  „We need to recognize that this campaign is about more than mere rhetoric. This is the battle for the hearts and minds of the world …  left unchallenged, allowed to go unchecked, it will work.“

Staðreyndin er að sniðganga snertir Ísrael á viðkvæmum stað. Meðalmanneskja í Ísrael hefur að öllu jöfnu meiri áhuga á ímynd Ísraels og þáttöku þess á alþjóðasviði heldur en um ályktanir Sameinuðu þjóðanna. 

Hvernig veit ég hvaða vörur ég ætti að sniðganga eða í hverju ég ætti ekki að fjárfesta?

BDS hreyfingin leggur áherslu á að sniðganga skuli valin vörumerki hverju sinni til að ná hámarks árangri. Á vefsíðu samtakanna, https://bdsmovement.net/, má finna lista yfir þau vörumerki sem lagt er áherslu á.

Á Íslandi er verslað fyrir um 1 milljarð á ári af ísraelskum vörum. Á heimasíðu okkar er hægt að fylgjast með því hvaða vörur ætti að sniðganga en þau byggja á lista alþjóðlegu BDS hreyfingarinnar og íslenskum aðstæðum.

Lista yfir vörur er einnig hægt að finna á www.whoprofits.org. Hér er oft um yfirgripsmikla lista að ræða og fer það eftir hverjum og einum hversu mikið hann er til í að leggja á sig í sinni sniðgöngu. 

Vörur sem hafa strikamerki sem byrja á 729 eru yfirleitt frá Ísrael. Hinsvegar eru fullt af vörum sem ekki eru merktar á þennan hátt og því er mikilvægt að leita upplýsinga um upprunaland vöru og krefja verslanir um að gera það sýnilegt ef svo er ekki. Þá er hægt að sækja forrit í símann sem heitir Buycott þar sem hægt skanna strikamerki til að kanna upprunaland.

Framlag Ísraels til vísinda og hátækni er svo mikilvæg að sniðganga á Ísrael mun svipta okkur mikilvægri tækni. Ef við sniðgöngum Ísrael, munum við ekki þurfa að henda tölvum okkar í ruslið?

Eins og komið hefur fram þá virkar sniðganga best þegar verið er að beina spjótum sínum að ákveðnum og vel völdum mörkum sem talið er að skili árangri. Það er því ekki nauðsynlegt að sniðganga allt mögulegt til að ná því markmiði að einangra Ísrael nógu mikið til að búa til þrýsting sem leiðir til raunverulegs árangurs fyrir Palestínu. Sniðganga er ekki trúarbrögð heldur aðferð til þess að hafa áhrif.

Jafnvel þó að ríki sé framarlega á einhverju sviði ætti það ekki að skipta máli þegar kemur að því að sniðganga það eða ekki. Framlag Þýskalands til vísinda, tónlistar, heimspeki, læknisfræði og fleiri sviða var aldrei talin ástæða til að stöðva ekki helförina.

Lesefni

Greinar

  • SodaStream úr sölu á Íslandi

    Við höfum náð árangri, Rafha* og BYKO** hafa hætt sölu á vörum frá SodaStream eftir áköll frá okkur! Það er raunhæft markmið að þurrka þetta vörumerki út á landinu og senda með því sterk skilaboð – En bara ef við tökum höndum saman og bregðumst öll við. Í linknum efst er skjal með lista yfir…

Taktu þátt í sniðgöngu fyrir Palestínu

Láttu rödd þína heyrast,
WordPress Appliance - Powered by TurnKey Linux