Ísrael úr Eurovision

Ákall til RÚV um að Ísland dragi sig úr Söngvakeppninni 2025 ef Ísrael fær að taka þátt

Við undirrituð förum fram á að RÚV dragi Ísland úr Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva árið 2025 verði Ísrael ekki meinaður aðgangur að keppninni. Framganga Ísraels í Palestínu stríðir gegn yfirlýstum friðarboðskap Söngvakeppninnar. Yfir fjörutíu þúsund manneskjur hafa verið drepnar í sprengjuregni Ísraels á Palestínu. Ísrael hefur eyðilagt nánast öll sjúkrahús og skóla á Gaza, jafnað heilu þorpin og borgirnar við jörðu, brennt tjaldbúðir flóttafólks, myrt óbreytta borgara þar á meðal: börn, barnshafandi konur, sjúklinga, lækna, hjálparstarfsfólk alþjóðlegra stofnana, kennara og blaðamenn. Þrátt fyrir þetta fær Ísrael að taka þátt í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva árið 2025 í stað þess að þeim sé meinuð þátttaka eins og Rússlandi vegna innrásarinnar í Úkraínu.

Hlekkur á undirskriftalista hér

Hér að neðan má sjá skjal sem inniheldur lista yfir brot KAN (Ísraelska ríkissjónvarpið) á reglum EBU.
https://docs.google.com/spreadsheets/d/17WOU6hMSN7L41MJqbZd-_gBbcEO9dhLAA7cSbc2_LTw/edit?usp=sharing

WordPress Appliance - Powered by TurnKey Linux