Hälsans Kök

Fyrirtækið Hälsans Kök er í eigu fyrirtækis sem heitir Tivall (sem er í eigu Osem sem er svo í eigu Nestle) og var stofnað árið 1985 í þorpinu Lohamei HaGeta’ot.

Þetta þorp er merkilegt að því leiti að það er byggt ofan á gömlu palestínsku þorpi sem hét Al-Sumayriyya. Íbúar þess þorps, 760 að tölu, voru hraktir á brott í árásum Carmeli Brigade þann 14 maí 1948. Þorpið, ásamt nágranna þorpunum Al-Bassa (3.100 íbúar) og Al-Zib (1.910 íbúar), voru lögð í eyði og eins og áður hefur komið fram var Lohamei HaGeta’ot byggt á rústunum.

Fyrirtækið Ozem á  stóran hlut í Tivall en Ozem er einn helsti stuðningsaðili Jewish National Fund (JNF). JNF þjónaði lykilhlutverki í þjóðernishreinsunum í Palestínu árið 1948 (Nakba) og heldur áfram að sinna því mikilvægu hlutverki að viðhalda nýlendustefnunni. Í Nakba studdi JNF síóniskar hersveitir við að hernema land, framkvæma fjöldamorð og þjóðernishreinsanir með fjárhagslegum og pólitískum stuðningi.

JNF er eitt af lykilstöðum í nýlendustefnunni gegn Palestínu en samtökin fá styrki og stuðning frá yfir 50 löndum en þau þjóna í dag sem alþjóðleg söfnunarmiðstöð til að styðja við áframhaldandi nýlendu-og aðskilnaðarstefnu.

WordPress Appliance - Powered by TurnKey Linux