Moroccanoil

Moroccanoil er ísraelskt snyrtivörufyrirtæki sem gerir sjampó, hárnæringu og húðvörur. Vörumerki lenda á sniðgöngulista af ýmsum ástæðum, það getur verið ísraelskt eignarhald, framleiðsla í Ísrael, hráefni frá Ísrael eða fjárfestingatengsl við Ísrael.

Moroccanoil er á sniðgöngulista því það er í ísraelskri eigu og er framleitt í Ísrael en fyrirtækið hefur ítrekað reynt að fela hvaðan vörurnar koma og hvar verksmiðjur þess eru staðsettar.

Þetta fyrirtæki stundar blekkingarleik þar sem það gefur í senn sterklega til kynna að það sé frá Marokkó en notar líka stöðu sína og jákvæða ímynd til að koma Ísrael á framfæri sem fyrirmyndarríki þar sem umhverfisvernd, kvenréttindi og hinsegin réttindi séu í hávegum höfð, til dæmis með því að bjóða samstarfsaðilum í Evrópu í kynningarferðir til Ísrael.

Moroccanoil nýtir sér tungumál innblásturs og valdeflingar til að sannfæra konur um að kaupa vörur sínar. Vefsíða Moroccanoil notar viðtöl við konur sem taka þátt í sjálfboðaliðastarfi, vinnslu endurnýjanlegri orku og baráttu fyrir dýraréttindum til að grænþvo þá staðreynd að varan sjálf hefur tengsl við kúgandi og arðrændi stjórnvöld. 

Moroccanoil hefur verið einn helsti styrktaraðili Eurovision frá árinu 2019, með öllu sem því tilheyrir.

Hægt er að skrá og sjá fyrirtæki sem selja Moroccan Oil á vefsíðunni https://harhirdir.is/

WordPress Appliance - Powered by TurnKey Linux