Rapyd rekur starfsemi í landránsbyggðum Ísraela á Vesturbakkanum sem eru skýlaust brot á alþjóðalögum og samþykktum Sameinuðu þjóðanna.
Stuðningur Rapyd við hernað Ísraels er líka augljós á Instagram reikningi fyrirtækisins þar sem eru myndir af ísraelskum hermönnum sem Rapyd bauð í grillveislu. Þar segir að Rapyd sé stolt af stuðningi sínum við hina hugrökku hermenn ísraelska hersins og ánægt með að geta gefið þeim eitthvað til baka.
Þessu til viðbótar eru nýleg ummæli forstjóra og eiganda Rapyd sem hefur hefur lýst afdráttarlausum stuðningi við Ísrael í árásum þeirra á Palestínu og sagt mannfall óbreyttra borgara á Gaza engu skipta.
Ísraelski færsluhirðirinn Rapyd sem er með útibú á Íslandi styður ísrelska herinn bæði í orði og í verki og tekur beinan þátt í stríðsrekstrinum með stríðsstofu (war-room) sem fyrirtækið setti á stofn til að hjálpa ísraelska hernum.
Hægt er að skrá og sjá félög sem nota Rapyd og þau félög sem hafa skipt um færsluhirðingu á vefsíðunni hirdir.is
Skv. vefsíðunni hirdir.is þá höfðu 418 fyrirtæki hætt með Rapyd eða að vinna í að skipta í árslok 2024. Þeirra stærst eru t.d. Hagar og Samkaup með öllum sínum dótturfyrirtækjum, Byko, Vínbúðirnar, Lyf og heilsa og Gæludýr.
