Vörumerkin til að sniðganga

Vörur, fyrirtæki og framleiðsla sem íslenska BDS hreyfingin leggur áherslu á að séu sniðgengin.

BDS hreyfingin leggur mikla áherslu á að sniðganga skuli valin vörumerki hverju sinni til að ná hámarks árangri í sniðgöngunni. Hér að neðan má sjá þau vörumerki sem BDS Ísland leggur áherslu á að séu sniðgengin, en valið byggir á á lista alþjóðlegu BDS hreyfingarinnar og íslenskum aðstæðum.

Ávextir og grænmeti

Ávextir, grænmeti og vín sem framleitt er á stolnu palestínsku landi er oft ranglega merkt sem „framleitt í Ísrael“ eða með Ísrael sem upprunaland. BDS hreyfingin kallar eftir því að allar vörur í matvöruverslunum sem merktar eru Ísraelsríki séu sniðgengnar og að farið sé fram á að þær séu fjarlægðar úr hillunum.

Á meðal þess sem finnst í íslenskum matvöruverslunum eru appelsínur, sítrónur, mango, avokadó, hvítlaukur, kryddjurtir, döðlur og couscous. Einnig má finna vín sem merkt er með Ísrael sem upprunaland en framleitt er á stolnu palestínsku landi í verslunum ÁTVR.

Vörur í matvöruverslunum sem hafa strikamerki sem byrja á 729 eru yfirleitt „ísraelsk“ framleiðsla. Hinsvegar er mikið af vörum sem eru ekki merktar á þann hátt. Strikamerkið eitt og sér dugar því ekki til og mikilvægt er að leita ávallt upplýsinga um upprunaland vöru og krefja verslanir um að gera það sýnilegt á pakkningum ef svo er ekki.

Línuritið sýnir mikinn samdrátt í innflutningi ávaxta og grænmetis frá Ísrael til Íslands – heimild: Hagstofan

Rapyd

Rapyd rekur starfsemi í landránsbyggðum Ísraela á Vesturbakkanum sem eru skýlaust brot á alþjóðalögum og samþykktum Sameinuðu þjóðanna.

Stuðningur Rapyd við hernað Ísraels er líka augljós á Instagram reikningi fyrirtækisins þar sem eru myndir af ísraelskum hermönnum sem Rapyd bauð í grillveislu. Þar segir að Rapyd sé stolt af stuðningi sínum við hina hugrökku hermenn ísraelska hersins og ánægt með að geta gefið þeim eitthvað til baka.

Þessu til viðbótar eru nýleg ummæli forstjóra og eiganda Rapyd sem hefur hefur lýst afdráttarlausum stuðningi við Ísrael í árásum þeirra á Palestínu og sagt mannfall óbreyttra borgara á Gaza engu skipta.

Ísraelski færsluhirðirinn Rapyd sem er með útibú á Íslandi styður ísrelska herinn bæði í orði og í verki og tekur beinan þátt í stríðsrekstrinum með stríðsstofu (war-room) sem fyrirtækið setti á stofn til að hjálpa ísraelska hernum.

Hægt er að skrá og sjá fyrirtæki sem nota Rapyd og þau fyrirtæki sem hafa skipt um færsluhirðingu á vefsíðunni hirdir.is


Moroccanoil

Moroccanoil er ísraelskt snyrtivörufyrirtæki sem gerir sjampó, hárnæringu og húðvörur. Vörumerki lenda á sniðgöngulista af ýmsum ástæðum, það getur verið ísraelskt eignarhald, framleiðsla í Ísrael, hráefni frá Ísrael eða fjárfestingatengsl við Ísrael.

Moroccanoil er á sniðgöngulista því það er í ísraelskri eigu og er framleitt í Ísrael en fyrirtækið hefur ítrekað reynt að fela hvaðan vörurnar koma og hvar verksmiðjur þess eru staðsettar.

Þetta fyrirtæki stundar blekkingarleik þar sem það gefur í senn sterklega til kynna að það sé frá Marokkó en notar líka stöðu sína og jákvæða ímynd til að koma Ísrael á framfæri sem fyrirmyndarríki þar sem umhverfisvernd, kvenréttindi og hinsegin réttindi séu í hávegum höfð, til dæmis með því að bjóða samstarfsaðilum í Evrópu í kynningarferðir til Ísrael.

Moroccanoil nýtir sér tungumál innblásturs og valdeflingar til að sannfæra konur um að kaupa vörur sínar. Vefsíða Moroccanoil notar viðtöl við konur sem taka þátt í sjálfboðaliðastarfi, vinnslu á endurnýjanlegri orku og baráttu fyrir dýraréttindum til að grænþvo þá staðreynd að varan sjálf hefur tengsl við kúgandi og arðrændi stjórnvöld. 

Moroccanoil hefur verið einn helsti styrktaraðili Eurovision frá árinu 2019, með öllu sem því tilheyrir. Vörumerkið tekur virkan þátt í hvítþvotti á stríðsglæpum og þjóðarmorði.

Hægt er að skrá og sjá fyrirtæki sem selja Moroccan Oil á vefsíðunni https://harhirdir.is/


HP

HP framleiðir og sér um þróun og viðhald á upplýsingatæknibúnaði fyrir Ísraelsk stjórnvöld og ísraelskra herinn, þar á meðal aukenniskerfið sem að notað er á eftirlitsstöðvum hersins þar sem ferðafrelsi Palestínufólks er verulega skert. Auk þess er búnaður HP notaður af ísraelska sjóhernum sem viðheldur varanlegu umsátri um Gaza-svæðið.

BDS hreyfingin hvetur til þess að horfið sé frá fjárfestingum í HP og að framleiðsla fyrirtækisins sé sniðgengin.


Sodastream

SodaStream er ísraelskt vörumerki sem árið 2018 var keypt af alþjóðasamsteypunni PepsiCo. Ísraelska fyrirtækið SodaStream hefur hagnast á landráni og aðskilnaðarstefnu Ísraelsmanna um árabil, en fyrirtækið var með verksmiðjur í Mishor Edomim landræningjabyggðinni sem Ísraelar byggðu á landsvæði Palestínumanna á Vesturbakkanum. Þannig hefur fyrirtækið notið ákveðinna forréttinda á kostnað Palestínufólks.

Vatn er ein mikilvægasta auðlindin á svæðinu en er því miður af skornum skammti. Ísraelar hafa ólöglega gert eignanám á vatnsauðlindum á hernumdu svæðum Palestínu og því þarf margt Palestínufólk að treysta á vatn sem þeim er skammtað á meðan Ísraelar njóta þess óspart. SodaStream notar vatn sem stolið hefur verið af palestínsku þjóðinni.

Þá hefur eyðilegging Ísraela á efnahag Palestínu valdið því að margt Palestínufólk er tilneytt til þess að vinna í verksmiðjum Ísraela á Vesturbakkanum. Þá njóta fyrirtæki líkt og SodaStream forréttinda í formi skattaafslátta og annarra fríðinda sem væru ekki til staðar ef það væri ekki starfandi í landsræningjabyggð. Þess vegna eru yfirvöld í Ísrael beinlínis að ýta undir og hvetja til flutnings þegna og fyrirtækja á ólöglega hernumin svæði.

SodaStream er ennþá virkur þátttakandi í aðskilnaðarstefnu Ísraels en ný verksmiðja fyrirtækisins i Nagev hefur valdið því að palestínski bedúínar (hirðingjar) eru fluttir nauðungaflutningum gegn vilja sínum af umræddu svæði. Þessar aðgerðir nýtast SodaStream beint sem gerir fyrirtækið meðsekt í þessum mannréttindabrotum. Allmargir birgjar hafa hætt sölu á SodaStream síðan að BDS-hreyfingin hóf að þrýsta á um sniðgöngu.


Teva

Teva er ísraelskt lyfjafyrirtæki og eitt af 20 stærstu lyfjafyrirtækjum heims. Það er eitt af sjö vörumerkjum sem eru í brennidepli íslensku sniðgönguhreyfingarinnar. Sem eitt af stærstu lyfjafyrirtækjum í Ísrael skilaði það Ísraelsríki töluverðum skatttekjum í kassan en á síðasta ári (2023) greiddi Teva ísraelska ríkinu 565 milljónir dollara í skatt sem hefur safnast saman frá árinu 2005.

Ekki nóg með það, heldur hefur ísraelska ríkið sett reglur sem leiða til þess að ísraelsk lyfjafyrirtæki hafa einokunarstöðu á palestínskum markaði vegna takmarkana á innflutningi. Almenningur og sjúkrahús í Palestínu neyðast því til að kaupa lyf framleidd í Ísrael og hafa um það ekkert val. Teva hagnast ótvírætt á þessu. Þegar heimsfaraldurinn stóð yfir bauð Teva ísraelskum íbúum í ólöglegum landtökubyggðum ókeypis covid bólusetningar en ekki Palestínufólki á sömu stöðum. 

Sniðganga hefur skilað þeim árangri að bresk apótek, og raunar apótek víðar um heim, hafa hafið sniðgöngu á vörum frá Teva. Þó eru dótturfélög Teva starfandi víða um heim og framleiðsla þeirra mjög víða í sölu.

Árið 2016 keypti Teva lyfjaframleiðandann Actavis á Íslandi. Öll lyf sem Actavis framleiddi eru nú framleidd af Teva. Lyf eins og íbúfen, paratabs, esomeprasol, og histasín. Sum lyf kunna að vera enn merkt Actavis.

Athugið að yfirleitt er hægt að fá samheitalyf í apótekum ef spurt er um þau. Ef þú hefur þann möguleika, þá hvetjum við þig einnig til að skoða með lækninum þínum hvort þú hafir aðra valkosti en lyf sem framleidd eru af Teva. 

Teva styður við og hagnast á ísraelskri nýlendustefnu og aðskilnaðarstefnu þar á meðal á byggðum á landi sem stolið var frá Palestínu. Fyrirtækið veitir einnig Ísraelska hernum læknisgögn og styrki. 

Teva stuðlar að kúgun Palestínufólks í Ísrael á ýmsa vegu:

Teva nýtir sér aðgang að Palestínu, þar sem palestínsk lyfjafyrirtæki geta ekki starfað vegna takmarkana ísraels sem gerir Palestínu háða  nýlenduherranum, Ísrael.

Palestínsk lyfjaframleiðsla þjáist vegna kúgunar Ísraels og einokunarstöðu þess í lyfjaiðnaðinum gegnum fyrirtæki á borð við Teva, þar á meðal en ekki eingöngu:

  1. Palestínsk lyfjafyrirtæki eru knúin til þess að senda lyf til alþjóðlegra lyfjabúða í gegnum Jórdaníu með gríðarlega auknum kostnaði, þar sem Ísrael neitar lyfjum þeirra að fara í gegnum flugvöll Ben Gurion. Eini flugvöllur Palestínufólks var eyðilagður í árásum ísraels árið 2000.
  2. Ísrael kemur í veg fyrir að  palestínskum lyfjum séu dreift í sjúkrahúsum og apótekum í hernumdri Austur-Jerúsalem og jafnframt leyfir Ísrael ekki að bóluefni séu gefin í skólum Palestínufólks.
  3. Palestínskst starfsfólk stórra fjölþjóðlega fyrirtækja þurfa að fá leyfi frá ísraelskum samstarfsfélögum til að fá innflutningsleyfi frá Ísraelska heilbrigðisráðuneytinu.
  4. Hernám Ísraela nær djúpt inn í palestínskt samfélaga, þar á meðal til möguleika palestínskra lyfjafyrirtækja á að starfa án kúgunar eða takmarkana.
  5. Teva er einnig á meðal fyrirtækja sem takmarka framboð lyfja til Palestínu, sem eykur enn meira álagið á heilbrigðiskerfið í Palestínu.

Ísrael stjórnar innflutningi allra hráefna og búnaðar inn til Palestínu, sem leiðir til þess að ísraelsk lyf, eins og þau sem framleidd og dreifð eru af Teva, eru ódýrari vegna hins háa skatts sem Ísrael leggur á vörur sem koma inn á Vesturbakkan. Í Gaza hefur þetta verið enn alvarlegra, þar sem Ísrael hefur hindrað innflutning nauðsynjavara í gegnum herkvína sem hún hefur sett á strik.

Ásakanir er um að Ísraelska heilbrigðisráðuneytið hefur leyft stórum ísraelskum lyfjafyrirtækjum að prófa vörur sína á palestínskum föngum sem eru fangelsaðir í ísraelskum fangelsunum. Árið 1997 var sagt að yfir 5.000 próf hefðu verið framkvæmd á palestínskum föngum.

Hér fyrir neðan er listi yfir lyf frá Teva sem ekki eru lyfseðilsskyld og sambærileg lyf frá öðrum framleiðendum:

Nafn Teva-lyfsSamheitalyf
Betolvexekkert samheitalyf lyf til (en hægt að kaupa B12-fæðubótarefni)
CandizolFluconazol Krka og Fungyn
DermatinFungoral
Diclofenac TevaVoltaren
Esomeprazol ActavisEsomeprazol Krka
FlyniseDesloratadin Alvogen og Dasergin
HistasínCetirizin Stada, Cetirizine Alvogen og Zenisitin
Hjartamagnýlekkert samheitalyf lyf til
ÍbúfenIbetin
LóritínDesloratadin og Cetirizin (ekki með sama virka efninu en eru líka ofnæmislyf)
Omeprazol ActavisOmeprazol frá Medical Valley og Alvogen
ParatabsPanodil, Paracetamol Sandoz og Dolorin
PinexPanodil junior mixtúra
Pinex JuniorParacet og Dolorin Junior
Rosazolekkert samheitalyf lyf til
Valaciclovir ActavisValaciclovir Bluefish og Valtrex fáanleg gegn lyfseðli. Hægt að nota Zovir eða Vectavir-krem án lyfseðils

Coca-Cola

Samkvæmt rannsókn WhoProfits, starfrækir The Central Beverage Company, betur þekkt sem Coca-Cola Ísrael (sem er einkaleyfishafi Coca-Cola í Ísrael) bæði vöruhús og dreifingarstöð á iðnaðarsvæðinu í (ísraelsku) Atarot landtökubyggðinni sem byggð er á stolnu palestínsku landi. Þar að auki framleiðir dótturfyrirtæki TCBC, Tabor Winery, vín úr vínberjum sem fengin eru af vínekrum í landtökubyggðum á hernumdum svæðum Vesturbakkans og sýrlensku Gólan-hæðunum. 

Alþjóðadómstóllinn (ICJ) staðfesti í júlí 2024 að hernám Ísraelsríkis á Gaza og Vesturbakkanum í heild sinni, þar á meðal í Austur-Jerúsalem, er ólögleg, eins og allar landtökubyggðir á hernumdu landi. Þar sem ísraelskar landtökubyggðir á palestínsku og sýrlensku landi eru stríðsglæpir samkvæmt alþjóðalögum er Coca-Cola samsekt stríðsglæpum Ísraelsríkis með starfsemi sinni á stolnu landi.

Mikilvægt er að draga fyrirtæki sem eru samsek í stríðsglæpum Ísraelsríkis og hagnast á hernáminu til ábyrgðar. Samsekt birtist meðal annars í hernaðarlegum-, innviða-, upplýsinga- og fjárhagslegum stuðningi. Fjöldi mannréttindasamtaka, auk annarra aðila, hafa lengi talað fyrir sniðgöngu á Coca-Cola. Alþjóðlega sniðgönguhreyfingin hefur ávallt talið að sniðganga ætti Coca-Cola en hefur ekki sett sniðgöngu á fyrirtækinu í forgang þar sem áhersla er lögð á fá vörumerki í einu sem valin eru samkvæmt ströngum viðmiðum og skilvirkni. 

Í yfirstandandi þjóðarmorði Ísraelsríkis á Gaza, sem nú er streymt í beinni útsendingu, hafa ísraelskir hermenn oft verið myndaðir með kókdósir, sem þeim hefur verið gefið af ýmsum stuðningshópum. Það hefur ýtt undir frekari reiði í garð fyrirtækisins. Í ljósi þess hafa palestínskir aðgerðasinnar á Gaza og fjöldi BDS aðgerðasinna í Arabaheiminum, fjölda múslimskra ríkja og sumum evrópskum ríkjum, kallað eftir því að BDS hreyfingin setji Coca-Cola í forgang sniðgöngu sinnar. 

BDS hreyfingin hefur áður beint spjótum sínum að fyrirtækinu General Mills vegna framleiðslu á Pillsbury vörum fyrirtækisins á iðnaðarsvæðinu í Atarot, sama svæði og Coca-cola starfar á. Vegna þrýstings frá BDS hreyfingunni hætti General Mills starfsemi sinni í Atarot. Við vitum að við getum einnig unnið slíka herferð gegn Coke.

Í ljósi þess sem hefur komið hér fram, auk risa framlags Coca-Cola til Ísraelsríkis á sama tíma og ríkið fremur þjóðarmorð (með sköttum og business-as-usual) hefur landsnefnd palestínsku BDS hreyfingarinnar (BNC), stærsta palestínska bandalagið sem leiðir alþjóðlegu BDS hreyfinguna, tekið undir ákall grasrótarhreyfingarinnar um sniðgöngu á Coca-Cola í þeim tilgangi að þrýsta á Coca-Cola samsteypuna að láta af samsekt sinni í hernámi, aðskilnaðarstefnu og þjóðarmorði Ísraelsríkis með því að hætta starfsemi sinni í ólöglegum landnemabyggðum og beinum stuðningi við þjóðarmorð.


WordPress Appliance - Powered by TurnKey Linux