Við höfum náð árangri, Rafha* og BYKO** hafa hætt sölu á vörum frá SodaStream eftir áköll frá okkur!
Það er raunhæft markmið að þurrka þetta vörumerki út á landinu og senda með því sterk skilaboð – En bara ef við tökum höndum saman og bregðumst öll við.
Í linknum efst er skjal með lista yfir alla endursöluaðila sem eru eftir á landinu og netföng. Deilið þessum pósti og sýnum þeim að það er ekki þess virði að selja SodaStream.
Algengar spurningar
„Er ekki nóg að senda einn póst á eitt netfang? Ég sendi póst um þetta í janúar og fékk ekkert svar…“
Nei því miður, að senda póst einu sinni er eins og að skila inn undirskriftarlista með einni undirskrift, við þurfum að setja pressu, og viðhalda henni til þess að sýna að okkur er alvara.
„Af hverju SodaStream?“
Endilega skoðið þessa vefsíðu þar sem talað er um nokkrar ástæður þess að við sniðgöngum SodaStream
„Mér finnst óþægilegt að skrifa svona, er ekki til tilbúið bréf?“
Það er auðveldara að hundsa flóð af sama bréfi, og spam filterar geta blokkað það. Þess vegna erum við ekki með tilbúið sniðmát að þessu sinni, en á vefsíðunni í svarinu hérna fyrir ofan er hægt að fá hugmyndir um hvað er hægt að skrifa. Þetta þarf ekki að vera flókið 🙂
„Má ég ekki bara senda frekar pósta á þá sem selja Moroccan Oil eða nota Rapyd….osfrv“
Jú auðvitað, allt hjálpar, en það væri mjög vel þegið að fá sem flesta til að taka þátt í þessari afmörkuðu aðgerð til að ná hámarks árangri. Ath. að mörg þeirra nota líka Rapyd (sjá hirdir.is).
*Rafha er enn með vörur á lager, en eru að losa þær út á kostnaðarverði.
**BYKO er því miður ennþá á svarta listanum vegna kæru á eitt okkar