Teva

Teva er ísraelskt lyfjafyrirtæki og eitt af 20 stærstu lyfjafyrirtækjum heims. Það er eitt af sjö vörumerkjum sem eru í brennidepli íslensku sniðgönguhreyfingarinnar. Sem eitt af stærstu lyfjafyrirtæki í Ísrael skilaði því því Ísraelsríki töluverðum skatttekjum í kassan en á síðasta ári (2023) greiddi Teva ísraelska ríkinu 565 milljónir dollara í skatti sem hefur safnast…

By.

min read

1200px-Teva_Pharmaceuticals_logo

Teva er ísraelskt lyfjafyrirtæki og eitt af 20 stærstu lyfjafyrirtækjum heims. Það er eitt af sjö vörumerkjum sem eru í brennidepli íslensku sniðgönguhreyfingarinnar. Sem eitt af stærstu lyfjafyrirtæki í Ísrael skilaði því því Ísraelsríki töluverðum skatttekjum í kassan en á síðasta ári (2023) greiddi Teva ísraelska ríkinu 565 milljónir dollara í skatti sem hefur safnast saman frá árinu 2005. Ekki nóg með það, heldur hefur ísraelska ríkið sett reglur sem leiða til þess að ísraelsk lyfjafyrirtæki hafa einokunarstöðu á palestínskum markaði vegna takmarkana á innflutningi. Almenningur og sjúkrahús í Palestínu neyðast því til að kaupa lyf framleidd í Ísrael og hafa um það ekkert val. Teva hagnast ótvírætt á þessu.Þegar heimsfaraldurinn stóð yfir bauð Teva ísraelskum íbúum í ólöglegum landtökubyggðum ókeypis covid bólusetningar en ekki Palestínufólki á sömu stöðum. 

Sniðganga hefur skilað þeim árangri að bresk apótek og raunar apótek víðar um heim, hafa hafið sniðgöngu á vörum frá Teva. En þó eru dótturfélög Teva starfandi víða um heim og framleiðsla þeirra mjög víða í sölu. Ef þú hefur þann möguleika, þá hvetjum við þig til að skoða með lækninum þínum hvort þú hafir aðra valkosti en lyf sem framleidd eru af Teva. 

Teva styður við ísraelska nýlendustefnu og aðskilnaðarstefnu þar á meðal byggðar á landi sem stolið var frá Palestínum. Fyrirtækið veitir einnig Ísraelska hernum læknisgögn og styrki. 

Teva stuðlar að kúgun Palestínumanna í Ísrael á ýmsa vegu:

Teva nýtir sér aðgang að Palestínu, þar sem palestínsk lyfjafyrirtæki geta ekki starfað vegna takmarkana ísraels sem gerir Palestínu háða  nýlenduherranum, Ísrael.

Palestínsk lyfjaframleiðsla þjáist vegna kúgunar Ísraels og einokunarstöðu þess í lyfjaiðnaðinum gegnum fyrirtæki á borð við Teva, þar á meðal en ekki eingöngu:

  1. Palestínsk lyfjafyrirtæki eru knúin til þess að senda lyf til alþjóðlegra lyfjabúða í gegnum Jórdaníu með gríðarlega auknum kostnaði, þar sem Ísrael neitar lyfjum þeirra að fara í gegnum flugvöll Ben Gurion. Eini flugvöllur Palestínumanna var eyðilagður í árásum ísraels árið 2000
  2. Ísrael kemur í veg fyrir að  palestínsk lyf séu dreifð í sjúkrahúsum og apótekum í hernumdri Austur-Jerúsalem og jafnframt leyfir ekki að bóluefni séu gefin í skólum sem eru í stjórn Palestínumanna.
  3. Palestínskir starfsmenn stórra fjölþjóðlega fyrirtækja þurfa að fá leyfi frá ísraelskum samstarfsfélögum til að fá innflutningsleyfi frá Ísraelska heilbrigðisráðuneytinu.
  4. Hernám Ísraela nær djúpt inn í palestínskt samfélaga þar á meðal möguleikar palestínskra lyfjafyrirtækja á að starfa án kúgunar eða takmarkana.
  5. Teva er einnig meðal fyrirtækja sem takmarka framboð lyfja til Palestínu, sem eykur enn meira álagið á heilbrigðiskerfið í Palestínu.

Ísrael stjórnar innflutningi allra hráefna og búnaðar inn till Palestínu, sem leiðir til þess að ísraelsk lyf, eins og þau sem framleidd og dreifð eru af Teva, eru ódýrari vegna hins háa skatta sem Ísrael leggur á vörur sem koma inn í Vesturbakkan. Í Gaza hefur þetta verið enn alvarlegra, þar sem Ísrael hefur hindrað innflutning nauðsynjavara í gegnum herkvína sem hún hefur sett á strik.

Ásakanir er um að Ísraelska heilbrigðisráðuneytið hefur leyft stórum ísraelskum lyfjafyrirtækjum að prófa vörur sína á palestínskum fangum sem eru fangelsaðir í ísraelskum fangelsunum. Árið 1997 var sagt að yfir 5.000 próf hefðu verið framkvæmd á palestínskum fangum.

ı

WordPress Appliance - Powered by TurnKey Linux